Monday, April 26, 2004
Ég er ekkert búinn að hitta Michael Ironside í dag og hann verður ekki í tökum á morgun. En ég setti sendimæk á Jason. Það var nú aldeilis magnað. Hann er svo indæll en ég er nú ekkert skotinn í honum. Það verða hundrað aukaleikarar á morgun að leika hermenn. Í dag var Jason að labba í hrauninu í gervisnjó. Meiri æsispennandi fréttir úr kvikmyndabransanum síðar...
p.s. ég sá Jason beran að ofan í dag. Ég lifði það alveg af en ég veit ekki hvert ég fer þegar ég sé brjóstin á Michael I.
p.s. ég sá Jason beran að ofan í dag. Ég lifði það alveg af en ég veit ekki hvert ég fer þegar ég sé brjóstin á Michael I.
Sunday, April 25, 2004
Veðurstofa íslands veðurspá..........(RUV þögn)........Gufuskálar..... 23.00.............................suðaustan tveir metrar á sekúndu.....hiti sex stig.
Fallegt útsýni og Villi er sybbinn. Jason hefur ekki sést í dag. Meira síðar...
Fallegt útsýni og Villi er sybbinn. Jason hefur ekki sést í dag. Meira síðar...
Saturday, April 24, 2004
Jæja þá er ég að fara útá land. Upp í gufuskála eða að þeim eða á þá eða eitthvað...að taka upp hljóð í hollywoodhasarmyndinni Guy X. Þar verð ég og Michael Ironside í fíling að tala um karaktersköpun hans í Scanners. Meira síðar...
Tuesday, April 20, 2004
Jamm og jæja. Have you ever seen the rain...coming down on a sunny day. Það er einmitt þannig í dag. En ég nenni ekki að skrifa meira. Eru ekki allir örugglega búnir að sjá nýju mafíumyndina: "Don of the dead"?
Monday, April 19, 2004
ok þeir voru með þýfi allt í lagi en samt...aðeins of mikil harka.
Jæja þá er enn einn yndislegur mánudagurinn mæddur á svæðið. Sólin er nú skínandi einsog hálfviti þarna útí cosmsossinu og nær aðeins að verma bossana á okkur hérna á bláu plánetunni. Talandi um bossa...maður er nú hvergi öruggur um bossann sinn. Hvað finnst ykkur um víkingasveitina sem ruddist inn í partí um daginn og handtók framhaldsskólabörn og gerði upptæk ávanabindandi FÍKNIEFNI!!! Amfetamín(sem er reyndar viðbjóður) og ekkert gefið upp hvað það var mikið. og eitthvað af kannabis. Mér er sama þó að liðið hafi verið með ávanabindandi mannætuplöntu í baðkarinu hjá sér. Svona eiga yfirvöld ekki að haga sér. Hvaða upplýsingar fengu þeir eiginlega til að bregðast svona við ég bara spyr! Er verið að búa til hasar úr engu til að halda þeim í þjálfun fyrir komandi hernaðaraðgerðir íslenska hersins?
Ef að þetta á að fara að verða eitthvað sem maður getur farið að búast við að gerist næst þegar maður fer í partí þá ætla ég að mæta grár fyrir járnum og veita innrásarhernum harða mótspyrnu. Maður verður að standa á rétti sínum og láta ekki vaða yfir sig á skítugum skónum. Við viljum ekki Gazalegt ástand í Reykjavík!
Ef að þetta á að fara að verða eitthvað sem maður getur farið að búast við að gerist næst þegar maður fer í partí þá ætla ég að mæta grár fyrir járnum og veita innrásarhernum harða mótspyrnu. Maður verður að standa á rétti sínum og láta ekki vaða yfir sig á skítugum skónum. Við viljum ekki Gazalegt ástand í Reykjavík!
Saturday, April 17, 2004
Það er laugardagur og mig langar ekkert til að fara á ball. Ég er hinsvegar að fara í öðruvísi ball núna klukkan 16.00 en það er einmitt paintball! Vei vei vei vei þetta er eina íþróttin sem ég hef náð sambandi við á ævinni. Það er gaman þegar maður finnur eitthvað sem gleður manns litla hjarta. Ég var farinn að halda að ég væri anti sportisti! Ég ætla að ímynda mér að ég sé í andspyrnuhreyfingu sameinaðra sjíta múslima á móti vonda hersetuliðinu og sýna þeim hvar múhammeð fúlsaði við ölinu!
Thursday, April 15, 2004
Jack Black og Dave Grohl voru að "slást" í draumum mínum í nótt. Ég man eftir að hafa vaknað hlæjandi nokkrum sinnum það var ógeðslega fyndið. Þeir voru að taka upp eitthvað myndband eða skets og voru "off camera" að gera slagsmálahljóð og veltast um en ég gat séð þetta off camera grín og það var hillaríus og hysterical á sama tíma. Ég veit ekki hvort ég eigi að segja restina af draumnum en hann súrnaði allverulega...þeir nefnilega áttu erfitt með að hætta djókinu og urðu að fara aðeins of langt með það........þetta var allaveganna svakalega fyndið atriði og það er gaman að geta fengið hláturskast í svefni.
Wednesday, April 14, 2004
Jæja þá vegna...áskoranna þá setti ég lagið á buff.is. Þetta var samið á föstudaginn frá klukkan 14.03 - 14.14. og tekið upp ca. 15.32 og mixað seinna sama dag. Ég leik á kassagítar og syng en á Ragnar Ingi leikur á bassa og Össi á misstilltan wurlitzer, Freyjólfur á rafgítar og Palli litli á trommur. Gjöriði so vel...www.buff.is
Tuesday, April 13, 2004
Jæja þá eru páskarnir loksins búnir og Jesú dáinn og lifnaður við aftur og vafrar nú um jörðina að segir "brain...brain..." rétt einsog hinir zombíarnir. Já það er sannkallað zombie þema þessa daganna. Ég gerði eitt frábært á föstudaginn langa. Ég veit að maður má ekki gera neitt skemmtilegt þá og ekki spila eða neitt...þannig að ég gerði allt þetta spilaði og það var skemmtilegt. Ég fór í stúdíó ásamt Frey Eyjólfs og Guðmundi Steingríms og nokkrum öðrum góðum drengjum í hljóðver einsog þeir gera alltaf á föstudaginn langa. Síðan 1995 hafa þeir hist á fös. lang. og samið og tekið upp eina plötu á einum degi. Við mættum þarna rétt um hálfeitt um daginn og sömdum og tókum upp til klukkan 18.00 og þá fórum við að hljóðblanda og það gerði Hrói á fullu spani til ca. 21.00 og svo fórum við að éta og héldum útgáfupartí á grand rokk og svo fór ég að spila um nóttina á gauk m/BUFF til hálf fimm. þvílíkur músíkdagur. Þetta var stórfenglegt. Ég samdi lag á 5 mínútum og klukkutíma síðar var búið að taka það upp með hljómsveit. Toppiði það! Ef þið viljið heyra þá látið í ykkur heyra og ég skal skella því upp á buff síðuna. En glætan að ég geri það ef að það eru færri en 12.000 sem biðja um það.
Wednesday, April 07, 2004
Ég er að hlusta á Faith no more lag sem heitir Zombie eaters og er gullfallegt. Það er einmitt lag dagsins og mæli ég með því að allir fari að sjá Dawn of the dead. Endilega komiði með dóma um þá mynd ef þið viljið tjá ykkur eitthvað um hana.
Monday, April 05, 2004
Páskarnir eru að koma og í tilefni þess á að sýna Life of Brian(http://imdb.com/title/tt0079470/) Sem kemur öllum í rétta páskaskapið og svo er til valið að fara á passion of the Bob í kjölfarið eða á undan(fer eftir því í hvernig skapi þú ert) Páskaeggin eru að seljast upp og ég ætla að fá mér eitt slíkt og hakka það í mig með einn lítra af nýmjólk á kantinummmmmmmmmmm. Nammi. Nammi. Ég var að spá í það hvort að íslendingar myndu kaupa páskahéra conceptið. Þeir eru búnir að kaupa halloween graskerið og valentínusarkortaogblómasöluhátíðina þannig að af hverju ekki að bæta svikna héranum þarna við. Síðan getum við smám saman farið alla leið og fært þjóðhátíðardaginn yfir á 4. júlí þá er þetta nokkurn veginn komið. Tölum ensku og hættum að þykjast hafa eitthvað "identity" sko ég gat ekki einu sinni talað um þjóðareinkenni án þess að sletta. Já við erum að breytast í það sem "þeir" vilja að við séum til að þeir viti hvar við stöndum. Ef við erum ekki með þá erum við á móti. Inn með páskahérann a.s.a.p. annars förum við öll til guantamano.
jæja Gergosjzx Bússj er að segja að öll umhverfismál séu í góðu lagi og engar sannanir séu fyrir því að gróðurhúsaáhrifin séu yfirleitt til og það sem mér finnst best er hann segir að olíbirgðir jarðarinnar fari vaxandi? Hvernig í andskotanum? Er verið að rækta olíu einhversstaðar? Er hún ekki eitthvað drull sem tekur mörg milljón ár að verða til og er meira og minna samansett úr risaeðlusæði? Eða er það misssskilningur í mér? Það eru engar risaeðlur á jörðinni nema bara þessar örfáu á þessari eyju sem var þarna í heimildarmyndinni um júragarðinn og þær eru ekkert að fara að steingervast á næstunni.
Friday, April 02, 2004
Fyrsti apríll tvö! the second coming. Ég er ekkert að gera í dag þannig að ég er að blogggggrfsda.
Ég skrapp á ground zero í gær að skjóta og drepa í undursamlegum netleik sem gerist á blóði drifnum vígvöllum víetnam. Pæliði í því hvað stríð eru nauðsynleg fyrir skemmtanaiðnaðinn. Frábærar bíómyndir, mögnuð tónlist og núna geðveikir tölvuleikir. En þar sem ég sat þarna og var að myrða nokkra gauka þá kemur einmitt maður í salinn sem hefur búið með nokkrum svona gaukum. Hemmi Gunn! Já Hemm var á ground zero í gær að kaupa sér netttíma. Gaman að því. Hann segist hafa nýju líf...hann þarf töluvert fleiri en það ef hann ætlar að skora á mig í battlefield vietnam!
Ég skrapp á ground zero í gær að skjóta og drepa í undursamlegum netleik sem gerist á blóði drifnum vígvöllum víetnam. Pæliði í því hvað stríð eru nauðsynleg fyrir skemmtanaiðnaðinn. Frábærar bíómyndir, mögnuð tónlist og núna geðveikir tölvuleikir. En þar sem ég sat þarna og var að myrða nokkra gauka þá kemur einmitt maður í salinn sem hefur búið með nokkrum svona gaukum. Hemmi Gunn! Já Hemm var á ground zero í gær að kaupa sér netttíma. Gaman að því. Hann segist hafa nýju líf...hann þarf töluvert fleiri en það ef hann ætlar að skora á mig í battlefield vietnam!
Jæja, smá eftirmáli af Elvis aprílgabbinu. DV biður lesendur sína sem hafi farið í Ölver í gær afsökunar. Málið er að ég hringdi þangað áðan og það kom enginn í gær ekki ein manneskja. þar með hlýtur þetta að vera misheppnaðasta gabb íslandssögunnar. þar sem tilgangurinn með þessu veseni öllu er að fá fólk til að fara eitthvert og gera sig að fífli. En í staðinn nái dv að gera sig að fífli með svona vonlausu gabbbibiuubbibui.
"því það er föstudagskvöld og mig langar á ball!" Buff er ekkert að spila í kvöld og ég ætla út á lífið og hvet ég fólk eindregið til að benda mér á eithvað sniðugt að gera þar sem það er svo langt síðan ég hef átt frí um helgi að ég veit ekki lengur hvað maður gerir þegar maður vill lyfta sér upp. þá sjaldan sem það gerist... .... ........
"því það er föstudagskvöld og mig langar á ball!" Buff er ekkert að spila í kvöld og ég ætla út á lífið og hvet ég fólk eindregið til að benda mér á eithvað sniðugt að gera þar sem það er svo langt síðan ég hef átt frí um helgi að ég veit ekki lengur hvað maður gerir þegar maður vill lyfta sér upp. þá sjaldan sem það gerist... .... ........
Thursday, April 01, 2004
Ok það er 1. apríl ég ætla aðeins að skrifa um það. Eitt jákvætt við öll aprílgubbin í blöðunum. Þó eru öll tónlistarlegs eðlis. Nema hvað... ég er greinilega eitthvað pirraður útí DV vegna þess að það er alltaf eitthvað þar sem alveg fær mig til að fá einhverja kaffihúsa101hallærishúmorsklígju. "Elvis þiðnaði og er kominn til Íslands" komm fokkin on!!! Er þetta það sem heimsins versta ritsjóra fannst það sem myndi gabba þjóðina best. Eða er hann á missioni að pirra mig með svona norðurkjallarahúmor. Fréttablaðið var með Idol grín sem gæti virkað á einhverja prósentu liðsins sem horfir á það og þráir heitt að komast í það. Svo var eitt sem hljómar einsog grín en er það pottþétt ekki og ég ætla að mæta og draga Pétur með mér...Bruce Springsteen (eða Bárður Gormasteinn einsog ég kýs að osfrv...) er á Nasa í kvöld! Allir að rífa gat á hnén á gallabuxunum og skella sér.
Lag dagsins er tileinkað Pétri sem er annálaður Springsteen aðdáandi er: Come on Eileen! með dexys midnight runners en það er að finna hér í magnaðri útgáfu! http://users.cis.net/sammy/eileen.htm
Góða skemmtan! un ...eitthvað.
Lag dagsins er tileinkað Pétri sem er annálaður Springsteen aðdáandi er: Come on Eileen! með dexys midnight runners en það er að finna hér í magnaðri útgáfu! http://users.cis.net/sammy/eileen.htm
Góða skemmtan! un ...eitthvað.
Ég gefst upp í dag. Pétur vann bloggkeppnina í dag og hér er það gjöriði svo vel.:
http://gramedlan.blogspot.com
http://gramedlan.blogspot.com