<$BlogRSDUrl$>

Saturday, August 21, 2004

Ég var soldið spenntur yfir því að fara í bæinn á menningarnótt en þegar ég sá fyrirsögn í einhverju blaðinu sem sagði
eitt hundrað þúsund manns spáð! eða eitthvað í þessum dúr þá slokknaði á þessari spennu soldið. Ég er núna bara heima í tölvunni að hlusta á chet baker, Elvis Costello og meika ekki að fara "þangað" út þar sem allt fólið er í klessu að troðast. Rosalega vont promo fyrir menningarnóttina: Eitt hundrað þúsund manns saman komnir á litlu svæði! hvar verður þú? Ég ætla að sjá flugeldasýninguna það er alveg ljóst en mér finnst ekkert spennandi að vera í þvögu. Við erum stækkandi þjóð og ég man þegar ég var lítill að finnast það magnað hvað það var mikið af fólki í útlöndum. En það er ekki gott sölutrikk að flagga þessu sem einhversskonar aðalmáli. æi ég fer samt...en ekki alveg strax.

Menningarnóttin er í kvöld...? já einmitt!
Ég hef misst af flugeldasýningunni síðustu tvö skipti en ekki núna. Ég mun sjá þessa sýningu come hell or high water!

Sunday, August 15, 2004

Regína Dagbjört Pétursdóttir var tekin inn í samfélag heilagra erkiengla í dag. Og þar með orðin gjaldgengur hermaður GUÐS í baráttunni gegn myrku öflunum.

Pabbi hennar og afi stóðu undir krossinum sem þeir hafa báðir þurft að dúsa á og syngja þar sitt síðasta oftar en einu sinni...

Svo var boðið í frábæra veislu þar sem allt var gott! Líka hummus gumsið! Nammi ostaréttur sem ég skolaði nætum því af disknum mínum þegar ég hallaði disknum til að fá mér og kókglasinu í leiðinni síðan tókst mér að missa kökuhníf á skóinn minn sem varð skyndilega ekki svo svartur lengur. Og barnið sem beið eftir hnifnum varð ekki glatt þegar ég rétti því hnífinn og bauð því að endilega fá sér sneið. Nei það var ekki svoleiðis mamma barnisins tók hnífinn og sagði að þetta væri allt í lagi. Hún hefur ekki meikað að horfa upp á mig engjast meira í örvæntingarfullri leit minni að öðrum kökuhníf. Hvar eru kökuhnífar þegar maður þarf þá! Örugglega í höndunum á löggunum sem eru aldrei á réttum stað á réttum tíma. Þeir eru að sleikja kökuhnífana meðan þeir ættu að vera að handtaka hópnauðgara (menn sem nauðga hópum).
Nei nú er ég að bulla.

Til hamingju með daginn Regína Dagbjört og megi vindar blása framan í þig stundum.


Saturday, August 14, 2004

Eru ekki allir hressir þarna úti...................""#!"#"#(/&/&(/=)(/)&%$#

long time no read....eða Reed......Lou Reed kannski?

Mér dettur eggert(Kaaber) sniðugt í hug og þess vegna kveð ég í bili.

ferðasögur og/einnig sögur úr kvukmundabransanum síðar........kannski......eða ekki.

p.s. ég er aðeins búinn að fá mér í aðrðaða tánnaaaaaaaaaaaaa.


Góða nóft


Monday, August 02, 2004

Lá heima og svaf um vrzlmhelgina. Dásamlegt. Er að fara að vinna við hljóðupptökur á fótboltaklámmyndinni: "Strákarnir okkar" (sem mér finnst að ætti frekar að bera nafnið sem Pétur Örn kom með á sínum tíma þegar fótboltaklámmyndir komu til tals hjá okkur félögunum) en það er nafnið: "Stöngin inn"

Fleiri hugmyndir vel þegnar eins og alltaf...

This page is powered by Blogger. Isn't yours?