<$BlogRSDUrl$>

Saturday, November 25, 2006

Herra Ísland...

Þetta sagði hann í fréttablaðinu í dag: "Ég var bara alveg í gírnum og mér finnst bara ALLT æðislegt við þessa keppni" "Við fórum í gegnum mikið ferli fyrir keppnina, fórum í brúnkusprey og svo var maður alveg einsog vitleysingur í ræktinni. Við vorum farðaðir á milli atriða og svoleiðis en það eru frábærar stelpur sem farða þannig að það var ekkert óþægilegt."

Er þetta ekki örugglega HERRA Ísland keppni?

Mér finnst þessi metrósexúalpæling vera komin til helvítis þetta er bara úrkynjun. Karlmaðurinn er að deyja og við er að taka einhver hárlaus glansvera sem þrífst best í fríhöfnum flugvalla innan um ilmvötn og fersk bindi.

Ég vil þá láta skrá þessi kvikindi sem nýtt kyn. Karlar, konur og metró.

Friday, November 10, 2006

Ég sá Mýrina um daginn. Hún var alveg góð. En ég ætla ekki að segja frá myndinni heldur myndgæðunum. "printið" svokallað sem er sýningareintak myndarinnar var alveg svakalega rispað. Ég er ekki að tala um meðvitað kornótt útlit myndarinnar heldur rispu drasl á filmunni sem var glatað að hafa þarna. Ég hélt stundum að ég væri með gláku eða ský eða hvað sem þessir augnsjúkdómar heita allir. Ef að svona er komið fyrir blessaðri filmunni eftir rúmlega hundrað ára þróun hennar þá vil ég fara að fá stafrænar sýningarvélar í öll bíóin a.s.a.p.
Fyrir utan það að þá eru sumir sýningarstjórar metnaðarlausasti starfskraftur á Íslandi. Ég sá t.d. Börn einnig um daginn og hún var frábær EN þar var myndin ekki í fókus allan tímann en það var það lítið að ég hélt að þetta ætti að vera einhver artí fartí stemning þar til að credit listinn kom í lokin. (ég missti nebblega af byrjuninni) ég hef oft farið og kvartað yfir þessu í bíóum og flest komið fyrir ekki. Það er litið á mann einsog maður hafi myrt börn ef maður kvartar yfir óskýrri mynd í bíó.

Það er rán fokking dýrt að fara í bíó og það voru rándýrir tökumenn og aðstoðartökumenn með málband að mæla fjárlægð milli leikaranna og linsunnar til að gæta þess nú að fókusinn væri í lagi og svo er myndin sett í kvikindahús og viti menn fókusinn er off!
Þetta sýnir mér það að kvikmyndagerð er allt of metnarfull. Við getum framleitt myndir fyrir helmingi minni pening með því að sleppa bara fókus púllerum og ljósamönnum og þessu liði sem er að reyna búa til eitthvað lúkk vegna þess að bíóhúsin fokka því svo gjarnan upp með fókusleysi, vitlaust stilltum hátölurum, lágum styrk á peru sýningarvélarinnar til að spara hana (allt er þetta iðja sem er stunduð í íslenskum kvikmyndahúsum). Nú heimtum við að þetta verði lagað. Burt með sparnaðarhugsun kvikmyndahúsanna, inn með stafrænar sýningarvélar, sérauglýsum myndir sem verða sýndar á filmu og síðast en ekki síst: Burt með hléin!!!

Tuesday, November 07, 2006

Kókó pussið mitt var næstum komið útúr nefinu mínu þegar ég sá þetta...


http://www.youtube.com/watch?v=bhPoHWweEqk&mode=related&search=

Skoðið nú þetta og komist í betra skap...


http://www.youtube.com/watch?v=vFP-MktgOKU&mode=related&search=

Loksins erum við komin á það stig eftir margra ára þróun að við getum pyntað fólk á heilbrigðan og skynsamlegan hátt og fengið upplýsingar þannig að allir geti verið sáttir. Húrra fyrir pyntingargerðamanninum!

http://www.youtube.com/watch?v=81xjAgCOX3A&eurl=

p.s. ég held að fréttamaðurinn hafi vitað að hann kæmi lifandi útúr þessu. Sem er ólíkt fórnarlömbum sem ekki eru sjónvörpuð.

Monday, November 06, 2006

Gauti vann. Hann hefur unnið sér inn möguleikann á ferð að eigin vali.

Talandi um ferðir. Ég og frú og barn fórum í sumarbústað um helgina. Það var ein mesta vinna sem ég hef unnið yfir helgi síðan elstu menn voru fyrst með bleyju. Við þurftum að pakka fullt af dóti og svo ruslar maður (barn líka allt út) og svo vaknar maður eldsnemma eftir að gafa ekki getað sofið fyrir rugginu í bústaðnum. Það var svo mikill vindur að bústaðurinn veltist um einsog togari í smugu. Þetta gerði það að verkum að það var ekki hægt að fara út í labbitúr að fíla sig í náttúrunni og vorum við því fljót að þróa með okkur kofa hita. Gúðrun dóttir mín var að tjúllast hana langaði svo út að leika sem var vonlaust sökum veðurs og við gátum ekki brunað heim af því að við áttum eftir að taka til og skúra og allt það. Við tókum til og allt það og sigldum heim um kvöldið ég með beinverki og 38 stiga hita einnig. Mórall sögunnar er: Maður á ekki að fara upp í sumarbústað bara af því að það er sumarbústaður. Gott er að gá veðurs fyrst t.d. sérstaklega í nóvember. Við gátum ekki einu sinni grillað. En gerðum ljúffenga kjötsúpu í staðinn.

Thursday, November 02, 2006

Jæja þá er maður búinn að eiga afmæli. Loksins. Orðinn 72 módel það var mikið, ég finn hvað ég er orðinn þroskaður einsog gulbrúnn ananas með loðna mygluköggla undir handarkrikunum. mmm...myglu...

Hættum þessu rugli og yfir í alvarlegri psálma.

Getur einhver sagt mér hver er munurinn á kakó og kókó.

Kakó malt og kókó malt.

Hvenær á betur við að segja t.d.: Heitt kókó í staðinn fyrir heitt kakó?

og af hverju malt? Er malt ekki bara einsog malt í maltflöskum/dósum?

Besserwisserar sameinist og keppist um hylli mína sá sem kemur með bestu/réttu/skemmtilegustu skýringuna fær væntan ferðaglaðning.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?