<$BlogRSDUrl$>

Thursday, August 30, 2007

Löggan lét drepa hundinn minn!
Þetta stendur framan á DV í dag og er frekar leiðinlegt. Ég þekki ekki málavöxtu ekki neitt og mér er alveg sama. Nema hvað að maðurinn sem er pabbi drengsins sem er í molum yfir þessu er titlaður sem fallhlífastökkvari og hundamaður. Hvað er að vera hundamaður? Ég hef heyrt talað um mannhunda og þá aðallega í myndinni: Útlaginn. En hundamaður? og hvað? er það starfsheiti? eða var það fallhlífarstökkvari? Af hverju er þetta tekið svona sérstaklega fram að maðurinn sé fallhlífastökkvari? Hefði verið minnst á það ef hann hefði verið endurskoðandi og kattamaður?

Friday, August 24, 2007

Mr.Fusion.
Nei þetta er ekki listamannsnafn einhvers trommara í djassgeiranum heldur er þetta nafnið á tækinu sem "Doc" a.k.a. sturlaði vísindaðurinn í BTTF(Back to the future) notaði til að búa til orku í tímavélina sína. Hann einfaldlega setti bananahýði og eitthvað annað lífrænt og ólífrænt rusl sem hann fann í ruslatunnu og setti í tækið sem vann svo úr því nægilega orku til að skila þeim 1.21 gígawöttum sem þurfti til að knýja tímavél hans. Í dag þyrfti sæmilega stóra vatnsaflsvirkjun til að ná í svona orku. En ég bíð spenntur eftir árinu...2025 var það? þá sem BTTF 2 gerist og Mr.Fusion KEMUR á markað. Spáiði í hvernig ruslabílar reykjavíkurborgar myndu sóma sér með Mr. Fusion í skutnum. Það væri aldeilis búbót fyrir mannkynssöguna ef ruslabílarnir gætu farið aftur í tímann og hreinsað upp rusl fortíðarinnar. En hverjir myndu græða á mr. fusion? Þá væru engir ríkir olíubarónar og USA (ég neita nota BNA mér finnst það svo lummó) þyrfti að finna sér nýjar ástæður til að fara í stríð. En það hefur nú ekki stoppað þá hingað til Þeim myndi detta eitthvað sniðugt í hug. "Við verðum að stoppa Austur Kóreu! Þeir eru að safna rusli við landamærin!"
Með Mr. Fusion gæti hver sem er búið til orku sem jafnast á við nokkrar kjarnorkusprengjur. Þá myndu nú krakkar kannski hætta að búa til lyftiduftsprengjur og skella sér beint í stærri pælingar. En við verðum því miður að bíða nokkur ár í viðbót eftir því. Svo er ég ennþá að bíða eftir svifbrettunum("Hoverboard").

Monday, August 20, 2007

Jæja menningarnóttin liðin og enn og aftur tókst mér að sneiða (óvart) hjá öllu skemmtilegasta dótinu. Maður hittir alltaf eitthvað fólk þegar allt er búið sem spyr mann hvort maður hafi séð þetta eða hitt og þá alveg verður maður frekar spældur yfir því að hafa misst af hinu og þessu. Ég las dagskránna í flýti áður en ég fór út og þar sá ég bara auglýsta stóru tónleikana sem ég hef takmarkaðan áhuga á. og svo voru einhverjir færeyingar í norræna húsinu (sem mér fannst reyndar forvitnilegt, færeyingar eru alltaf hressir hvað svo sem þeir eru að bauka) svo var íslenskar leikbrúður í 50 ár...búinn að fá minn skerf af þeim í bili...svo sá ég að hjálpræðisherinn var með vöfflur og kaffi (fyrstu ókeypis veitingarnar sem ég sá auglýstar) jæja ég fór í bæinn um tíu leytið og sá restina af tónleikunum á Arnarhóli þar sem einhver blindfullur strákur var að spila á sviðinu á kassagítar eitthvað frumsamið lag sem hljómaði svakalega illa og fólk í kring hélt fyrir eyrun og hristi hausinn. Það var einsog hann hefði tekið öll gömlu Bubbalögin, sett þau í blandara og ýtt á "smoothies" takkann og drukkið og síðan ælt á blað og spilað eftir því. Nema hvað að hann var ekki einu sinni góður söngvari. Ég reyndi að spyrjast fyrir um hver þetta væri en enginn virtist vita það. Þetta var síðasta atriðið á Arnarhólssviðinu. Jæja svo skottaðist ég bara niðrá höfn og sá flugnúðlusýninguna sem var mjög flott. Ég er sökker fyrir flottum flugeldasýningum og skammast mín ekkert fyrir það. Þegar kunningi minn spurði mig hvað mér hefði fundist flottast á "nóttinni" þá sagði ég honum það og hann varð pínu móðgaður yfir því þar sem það var ekki mannleg list í gangi og ég skil það alveg soldið að maður eigi að dást frekar að handverki lifandi manna en blikkandi ljósum og sprengjum. En það listahandverk sem ég var búinn að sjá þegar við spjölluðum saman var verra en útbrunnin eldspýta. Þannig að flugeldasýningin átti vinningin. Ég fór síðan á fyrsta pöbbinn sem ég fann þar sem var eitthvað pláss á og sturtaði í mig nokkrum bjórum og sat og blaðraði við strák sem sagði mér frægðarsögur af því þegar hann braust inn í KR heimilið og kúkaði þar fyrir mörgum árum. Svo sá ég leigubílaröðina hún var menningarleg. Ég sá líka Palla Banine og Sylvíu (menningar)Nótt. Hvað þarf maður meira!

Thursday, August 16, 2007

Að vel ígrunduðu máli þá hef ég komist að þeirri niðurstöðu að mér finnist Friðrik Ómar vera of mikil kelling til
að eiga að vera að standa í hárinu á Elvis. Hann er einsog hann er og Elvis var einsog hann var.is

Monday, August 13, 2007

Sorgarfréttir fyrir Elvis P.: "Hann er dáinn!"

Fyrir utan það þá núna er verið að halda upp á dauða hans 30 árum síðar í salnum á fimmtudaginn.

Friðrik Ómar að syngja Elvis! hvað er næst? Geir Ólafs að syngja Sinatra? ...hmmm...

Nei Elvis mundi snúa sér yfir á bumuna ef hún væri ekki svona stór (enn í dag)

Jæja kannski er hann ágætur sem Elvis...rétt einsog ég væri frábær svartur bassaleikari.

Nei ég er ekki sáttur við þessi kjánalæti. Elvis var stór og sterkur kalrmaður með karlmannlega rödd. Hann drakk og dópaði og þegar honum mislíkaði eitthvað í sjónvarpinu þá skaut hann það með .44 magnum skammaranum sínum.

Friðrik skýtur úr túttubyssunni sinni stundum en það er öðruvísi.

Gangi þér vel Friðrik Ómar á fimmtudaginn og stuð veri með þér en ég vona að þú takir ekki svona stórt upp í þig næst.

"Wise men say: Only fools rush in..."

einsog "kóngurinn" sagði þegar_______ tróð _______ ____ inn í _______ á ______________________

This page is powered by Blogger. Isn't yours?