<$BlogRSDUrl$>

Wednesday, October 31, 2007

Sjúkrasaga...

Ég var að æla og drulla um daginn og gat ekkert sofið í 3 nætur fyrir því, skemmtileg helgi það beibí.

Svo þegar ég átti að mæta í próf á mánudaginn þá var ég svo vökvatapaður að heilirinn minn virkaði minna en venjulega og ég lá bara og slefaði upp í rúmi. Daginn eftir var ég miklu betri enda búinn að drekka 2 lítra af malti.

Ég gleymdi að tilkynna að ég væri veikur í prófinu. En það reddaðist nú, ég var skráður í sjúkrapróf og ekkert mál...nema hvað að ég á að koma með vottorð í prófið.

Ok, nú spyr ég til hvers?

Á ég að fara til læknis stálsleginn og segjast hafa verið veikur um daginn? Á ég að borga: (Koma á heilsugæslustöð á dagvinnutíma, alm. gjald kr. 700,-)(gjaldskrá heilsugaeslan.is) 700 kall til að hitta lækni og segja honum ég hafi verið veikur fyrir nokkrum dögum síðan en sé batnað núna en hann þurfi að búa til sönnunargagn (Vottorð um fjarvistir nemenda úr skólum kr. 350,-) þar sem stendur að hann trúi mér. Kannski væri ég bara að ljúga og þá væri hann líka að ljúga með mér.

Er svona ódýrt að fá fólk(sérfræðinga) til að ljúga fyrir sig á pappírum? Af hverju trúa skólayfirvöld mér bara ekki þegar ÉG segi ÞEIM að ég hafi verið veikur.

Læknirinn var ekkert þarna þegar ég var veikur og það vita það allir, fólkið sem fær vottorðið veit alveg að læknirinn var ekki þarna til að staðfesta vekindi mín þegar þó voru að blómstra.

Hvað er málið með þessa eftirávottorðaþrá? Hún bara kjaftæði sem skiptir engu máli.

Fólk verður bara að trúa þeim sem segist hafa verið veikur af því að það er ekkert meiri sannleikur þó svo að einhver læknir selji manni vottorð upp á það löngu síðar.

Ef hinsvegar að ég hefði hringt á lækni um daginn og hann komið og séð mig grænan uppí rúmi með fötuna á náttborðinu og skrifað vottorðið þá...

Þú tryggir bara víst eftir á!

Thursday, October 25, 2007

Mig langar í svona bíl. Bara til að rúnta í á sumrin. Hann er kannski ekki hugsaður fyrir íslenskan vetur. Kannski setja barnabílstól við hliðina á aftursætinu. Hann býður upp á marga möguleika. Það er bara að nota ímyndunaraflið þá getur maður gert ýmislegt með þessari skemmtilegu bifreið.



Thursday, October 18, 2007

Heitustu skvísurnar í bænum nú á tilboði!

Ég stóðst ekki mátið...

http://homepage.mac.com/villigodi/bullnaman/FileSharing93.html

Thursday, October 11, 2007

Jæja þá er aftur búið að leyfa súlustaði í Reykjavík og er búið að opna nýjan í Viðey undir beru lofti. Sú nýbreytni að hafa staðinn úti og aðeins hafa hann opinn í tvo mánuði á ári (október og nóvember) er til að stemma stigu við þeirri "heitu" stemningu sem gjarnan myndast í kringum svona súluhasar.

Reykjavík til hamingju með frygðarsúluna í viðey.

Monday, October 01, 2007

Vei vei loksins fæ ég mér stöð 2.

Nú liggur við að ég hætti við að flytja burt af landi útaf Stóra Randversmálinu. Bubbi og bandið hans er komið til bjargar.

Björn Jörundur Frauðbjörnsson mun sitja í dómnefnd og dæma rokkhæfni landans. Þarna er hann loks kominn með opinberan vettvang fyrir hrokagrautinn sinn. Gaman verður að sjá þann fallna rokkengil bitrast útí unga og upprennandi söngvara.
Já þið þurfið ekki að lesa á milli línanna til að fá álit mitt á BJF.

Allaveganna þá er Bubbi að græða pening og það er nú fyrir öllu. Bubbi er duglegur djöfull sem kemst upp með hvað sem er.

Þetta verður áhugavert.

Kannski verður þetta einsog Spinal tap nema ekki fyndið?

When you've got sex and drugs who needs rock n roll?

Hvað er næst? Stuðmenn að leita að næstu Hörpu Sjöfn?

Eða leitin að næsta Frímanni!

Eða þegar Magni hættir í á móti sól þá geta þeir verið með leit að nýjum Magna.

Möguleikarnir eru endalusir beibí!!!

Iceland's next top Bass player?

This page is powered by Blogger. Isn't yours?