<$BlogRSDUrl$>

Tuesday, April 24, 2007

http://iraqforsale.org/

Monday, April 23, 2007

Upp og niðurgangur.

Á forsíðu Fréttablaðsins í dag segir frá því að fjörutíu manns hafi verið að vinna djúpt oní jörðinni á Kárahnjúkum í tólf tíma án þess að fá sendan mat eða drykk... Mennirnir klesstu andlitinu á sér við gangaveggina í von um að fá nokkra dropa af vatni. Þetta minnir mig á atriðið í Schindler's list þegar hann sprautaði vatni yfir járnbrautarvagnana til að kæla gyðingana sem voru á leið í útrýmingarbúðir. Þessir menn hinsvegar fengu þó mat að lokum sem borinn var fram í opnum ílátum sem heilbrigðiseftirlitið var búið að gera athugasemdir við áður um að væri eitthvað sem þyrfti að laga. Nú epladjús var borinn fram í fötum sennilega svona hefðbundnum skúringafötum en hvað veit maður þetta voru sennilega múrfötur. Það kemst meira í þær. Þeir hafa nú eflaust tekið hraustlega til matar síns þegar þessi lúxus barst þeim loks og þótti þeim sennilega sopinn líka góður. En þeir voru með kaffibollana sína tilbúna sem voru orðnir soldið drullugir og dýfðu þeim ofaní fötuna eftir epladjúsnum. mmmmm...

Eftir að þeir voru búnir að borða nægju sína og súpa duglega á djúsnum þá hafa þeir örugglega haldið áfram að vinna. En viti menn allt í einu urðu þeir allir veikir á sama tíma. Þeir fengu pípandi niðurgang og þar sem var bara eitt ferðaklósett þarna 200 metrum ofar í göngunum þá hefur nú verið aldeilis handagangur í öskjunni þegar allir tóku á rás þangað með drulluna á hælunum. Já þetta hljómar einsog ansi hreint gárungsleg gamansaga úr sveitinni en er þetta ekki bara hræðilegt? Mér finnst það allaveganna. Sérstaklega fannst mér eitthvað sorglegt að sjá mynd á sömu síðu af einhverjum íþróttamönnum vera að fagna í búningsklefanum sínum einhverjum sigri. Þeir voru ekki að lepja vatnið af veggjunum eða ælandi og drullandi hver í kapp við annan. Nei þessir kumpánar láta sko ekki bjóða sér hvað sem er heldur voru þeir með freyðivín og verðlaun.

Einnig segir aðspurður verkamaður þegar hann var á leið heim til sín til Portúgal með launin í vasanum í nýþvegnu gallabuxunum sínum og með spennandi sögur af landi í farteskinu að menn hafi komið grátandi uppúr göngunum þennan dag.

Thursday, April 19, 2007

VAAAA gaman gaman


http://www.liveleak.com/view?i=a6b_1175498622

Gledilegt sumarr og thessi gaur herna er oskalag dagsins...

http://youtube.com/watch?v=sjCeSx4oaWI&mode=related&search=

Wednesday, April 18, 2007

Jæja þá eru það fréttirnar...ómetanleg menningarverðmæti eyðilöggðust í dag þegar skemmtistaðurinn Pravda brann. Talið er að ekki verði hægt að halda blautbolskeppni þar í bráð. Við vonum bara að eigendurnir fái nú almennilega útúr tryggingunum og að þeir geti nú opnað annan og en flippaðaðri stað. Nú Café Ópera brann einnig þar sem hægt var að fá eina þá verstu þjónustu sem getur um í höfuðstaðnum og var maturinn einnig algjör viðbjóður. Nú Kebab húsið brann líka ásam fröken Reykjavík Það er kannski soldið leiðinlegra. Allaveganna þá var kominn tími á þessi hús og vona ég að eitthvað allt annað nútímalegt og flott muni rísa þarna í staðinn.

p.s. 170 manns dóu og 139 slösuðust í Bagdad í dag.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?