<$BlogRSDUrl$>

Saturday, July 31, 2004

"Iceland ye olde Iceland, loveable foster earth..." Já ég er kominn og búinn að drekka marga lítra af vatni og fara í sturtu og anda að mér steinefna ilminum af íslenska jarðhitavatninu. Ég á eftir að fá mér pylsu með öllu og kókómjólk en ég er að fara að borða lambalæri á eftir í boði Péturs Arnar og frauku og ekki er það amalegt. Ætti ég að fá mér malt og appelsín með eða á ég að láta chile vínið mitt duga? Það er gaman að ferðast um heiminn en þrátt fyrir það að það séu forsíðufréttir hér um að Davíð Oddsson sé veikur þá er samt gott að koma heim. Við höfum ákveðið að halda hátíðlega innihátíðina GRÓF 2004 þetta árið og eltast við rigninguna ef eitthvað verður farið út í búð. Ég keypti mér geisladisk í armíku sem heitir Hollywood rose.: The roots of Guns n' roses. það eru 5 demo af einhverju early time stuffi ég verð með gagnrýni á hann brátt.

En fyrir mína hönd býð ég mig velkomin heim og óska mér góðrar helgar.

Gangiði hægt en örugglega í gegnum hurðina á gleðinni ykkar.

Thursday, July 29, 2004

http://images.google.com/imgres?imgurl=http://www.metal-rules.com/polls/top50glam/lovehate.jpg&imgrefurl=http://www.metal-rules.com/polls/top50glam/top50glam.htm&h=130&w=130&sz=7&tbnid=HyPP5CpbDyQJ:&tbnh=85&tbnw=85&start=6&prev=/images%3Fq%3DLove/Hate%2Bmetal%26hl%3Dis%26lr%3D%26ie%3DUTF-8%26sa%3DN

ég segi ekki meir...

Það er svo rétt sem Lennon sagði að New York væri Rómarborg okkar tíma. Bandaríkin hafa sankað að sér menningu allra landa heimsins. Hér hef ég verið að heyra í útvörpunum breskt popp frá öllum tímum. Ég er einnig í eighties sjokki. Er búinn að heyra Axel F, Men without hats, Owner of a lonely heart og m.m.fleira. Reyndum að fara á hard rock staðinn í universal en þar var milljón manna marchið í biðröð. og það er kristileg æsku ráðstefna í bænum sem er greinilega sponsoruð af Bush youth ríkisssstjórn dauðans. Ef að Bush froskurinn vinnur þessar kosningar þá......................................

ég er að hlusta á Rainbow með lagið: "SINCE YOU'VE BEEN FUCKIN' GONE" djöfull fíla ég þá.

OG núna er ég hvorki meira né minna en að hlusta á Davíð Kóverdeil syngja titillag myndarinnar: "Days of fuckin' thunder" texta eftir Vilhjálm Goð (Billy Idol Þ.e.a.s.)

Prófiði að hlusta á það og Dreams með Van Halen í röð og ykkur verða allir vegir færir.

Hetjurokk.....ég stend á kletti með sítt hár!!!!!!!!! brjálað rok.............ég er miðpunktur alheimsins!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

Tuesday, July 27, 2004

Við fórum á útsölumarkað áðan þar sem allskonar drasl fæst...ok.
Það er ekki aðalmálið, ég upplifði magnaðasta úrhelli sem ég hef lent í á ævinni. Það var einsog það væri verið að kasta milljón dauðum rottum í leigubílinn okkar. ÞÚMP ÞÚMP ÞÚMP ÞÚMMMPPPP!!! Og þegar við vorum að keyra framhjá sea world þar sem drápshvelið Shamu á heima, sáum við eldingu lenda í rússíbananum það var MJÖG spes.

Stormbringer comin'!!!!!!

Lag dagsins er enn og aftur stormbringer!

Monday, July 26, 2004

ok ok ok eitt blogg enn. Ég kalla á ykkur lesendur mína til að benda mér á hljómsveitir, lög sem þið fílið og haldið að ég hefði gaman að. Endilega verið ekki feim(nir)nar.

Jæja nú er ég nettttengdgdur og verð að nýta það eins og ég get. Það er hærðara sagt en breskt að komast í netsamanbansd hér í BNA þar sem HS(homeland security) ræður rígum. Nú er ég aðeins búinn að fá mér í aðra tánna og það er nú ljúft. En hitinn og rakinn hérna gerir það að verkum að maður(ég) þarf töluvert meira að drekka en ella til að öðlast einhverskonar áhrif. Sem er allt í lagi þar sem bensíngallonið kostar einungis $1.999. (þ.e.a.s. einn dal 999 sent) ég er búinn að myrða 4 kakakalalakakakakka í þessari ferð. Það eru nokkrir dagar eftir og við förum í universal(aftur) á morgun. Það er heitt hérna og ég þrái að dýfa hausnum í íslenskan fjallalæk.

Lag dagsins er Tracks of my tears. Ljómand unaðstónar þar í gangi.

p.s. það er hægt að hitta spongebob squarepants(Svamp Sveinsson) í universal. Ég ætla í sleik við hann.

Annað lag dagsins sem ég er að hlusta á núna.....SEA OF SORROW með Alice in chains
Hannes hlustaðu nú á það mér til samlætis.

og smá fróðleikur um ACDC fyrir þá sem skilja.

www.krstarica.com/.../ index.php?clanak=acdc

ég er að kynna son minn fyrir Alice in chains og cult það er gaman. Ég stimplaði inn Alice in chains í gúgul images og þetta kome meðal annars. Oh, memories...þvílikur haugur af skemmtikröftum sem maður er mis blessunarlega búinn gleyma.
kanniði þetta!

www.rockshoppe.com/ pinups/rock/pinups.htm

Friday, July 23, 2004

ok nokkur orð um það meir...
ég er núna á Daytona Beach með Sigrúnu börnum hennar tveim(Ragnheiði og Smára) og Finnboga Vilhjálmsyni og unganum sem er að sparka í magann á Sigrúnu. Það er svaka stuð. Við vorum allan daginn í fyrradag á ströndinni og sluppum fyrir horn með að brenna. Þar sem sólin skín beint niður á hausinn á manni þá verður maður brúnn á þeim stöðum sem standa út. Ég varð rauður efst á bumbunni minni en minna undir henni þar sem er skuggi. Við erum búin að fara í universal í rússíbananananna og Jaws maður verður að fara í það. Það er bara standard. Það er rosalega lame og leiðsögumaðurinn var ungur strákur sem fílar MUSE (hann kommentaði á bolinn hans Smára) Honum finnst skemmtilegra að hlusta á Muse og reykja efni og brima heldur en að leiða menn í gegnum sama deja vú ið allan liðlangan daginn. Duelling dragons var skemmtilegur ru´s´sis´ss´úusússí´banai. Þetta er ágætt. Hér er GWBush kallaður Dubya! Það er frábært. En hann á marga stuðningsmenn hér. Það eru kosningaauglýsingar í gangi og það eina sem maður sér frá Bush er rógur um Kerry. Kerry er kannski ekki fullkominn en Hann er allaveganna að reyna að tala um hvað hann vilji gera til að bæta ástandið. Bush er alltaf að tuða um að Kerry sé auli. En einsog við öll vitum þá er Dubya á leiðinni til helvítis og við óskum honum vondrar ferðar. Eitt enn...amerísk salerni... þarf ég að segja meira. .....?

Já aðeins. SKO, maður fyllir þau af saur og þvagi og vandar sig við að varpa ekki djúpsprengjum sem sletta vatninu á mann. Ef það tekst það er bara hálfur sigurinn unninn því að vatnsyfirborðið er ca. 2 sentimetra frá opi manns (Edward Munch "Opið!" nei djók) og þegar hið almenna skeiniferli hefst og maður gleymir sér eitt andarblik og augnatak og í vellíðunarkasti og smeygir sér í skeinfræðilegar stellingar án þess að muna eftir þessum 2 cm. Þá er maður tja....í djúpum skít.

Saturday, July 17, 2004

Ég er í Flórida og ekki orð um það meir.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?