<$BlogRSDUrl$>

Sunday, July 31, 2005

Ég er að hlusta á through the barricades með spandau ballet. Það er nú bara þrusuflott lag og ótrúlegt að það skuli hafa orðið til á jafn hryllilegu tímabili einsog níundi áratugurinn var tónlistarlega séð. Nú eigið þið lesendur góðir að viðurkenna hvaða lag frá níunda áratugnum ykkur finnst flott enn þann dag í dag. Endilega reynið að koma með eitthvað annað en Duran eða wham. En segiði nú satt og ekki vera feimin.

Friday, July 22, 2005

Blogg blogg blogg og aftur blogg.

Ég er orðinn þreyttur á því að heimurinn skuli ekki vera að batna eftir að ég byrjaði að blogga.

Kannski ég ætti að hætta því og sjá hvort að hann lagist eitthvað.

p.s. ég er að fara til Cairo í september.

Monday, July 11, 2005

Fyrir þá sem misstu af live8

http://www.sonician.com/live8/list.html

Saturday, July 09, 2005

Júlirigning og ég í langdegisþunglyndiskasti.

Plata dagsins er Dirt með Alice in Chains.

Thursday, July 07, 2005

Svartur dagur í heiminum í dag.

Mér finnst við eiga skilið að fá almennilega skýringu frá þessum gaurum. Hvert er þeirra eiginlega markmið? Að ráðast á saklaust fólk úr öllum trúarbragðastéttum og myrða það að því að það er verið að hefna fyrir hernaðaríhlutum breta í Írak?

Komm fokking on ég vil fá frekari skýringar. Þetta eru hættulegir jólaseinar sem vilja hvað??? hvað??? hvað viljiði???



Hér er grein sem ég rakst á eftir mann sem er að spyrja svipaðra spurninga.

http://www.fff.org/comment/ed1001h.asp

Tuesday, July 05, 2005

Ef þú hagar þér ekki almennilega þá hringi ég í Jón Gerald Sullenberger!!!

Friday, July 01, 2005

Var í sumarbústað á Úlfljótsvatni að veiða silung það var gaman.

Rigndi allan tímann sem var ekki eins gaman en samt GAMAN.

p.s. ég hata Bush

This page is powered by Blogger. Isn't yours?