<$BlogRSDUrl$>

Wednesday, August 31, 2005

Gaman að sjá hvernig óöldin í Írak er farin að vera meira svona lókal. Blessaður kaninn ekki eins mikið í sviðsljósinu lengur. Nú eru þeir farnir að berjast soldið innbyrðis og það er það sem kaninn var að veðja á með þessari stjórnarskrármyndun. Það skiptir engu máli hvort þeir samþykkja hana eða ekki. Þeir geta barist um þetta endalaust aðalatriðið er bara að nú geta BNA menn laumað sér hægt og rólega aftur heim og skilið við þetta ófremdarástand sem þessir villimenn eru nú komnir í.

Þetta eru náttúrulega bara apar...

Tuesday, August 30, 2005

"...svartir komnir af öpum og guð skapaði allt hitt" þetta er magnaður andskoti.

ætli einhver kennarinn hafi kannski ekki sagt þetta berum orðum eða kannski gefið þetta lauslega í skyn?

Ég fór á fridays um daginn og fékk einstaklega vondan mat eftir að hafa fengið jafnslæma þjónustu. Alla veganna á næsta borði sat maður ásamt konu og dóttur. Hann var að rífast við 6 eða 7 ára dóttur sína um enska boltan nema hvað að hann var einn að rífast hún var bara bíða eftir að hann hætti að vera svona æstur. Hann sagði meðal annars við dóttur sína: "Ef að Arsenal vinnur Liverpool þá skal ég hætta að reykja!" þá spyr hún: "Er það? hvenær er næsti leikur?" þá bakkaði hann aðeins og sagði: "nei sko ekki ef þeir vinna einn leik sko bara ef þeir eru ofar í deildinni þegar leiktíðinni lýkur" eða eitthvað álíka. Það var einsog hann væri blindfullur en ég held ekki ég held að hann sé bara veikur. Ég var ekki að hlera þetta lið hann talaði svo hátt ég átti erfitt með að heyra sjálfan mig smjatta.
Svo ég komi mér soldið að efninu...þá var hann eitthvað að ræða um útlönd við dóttur sína og sagði t.d.: "Portúgalar...þeir búa við hliðina á Spáni...þeir eru svona frændur þeirra...þeir eru apar."
"Og ítalir eru líka apar. Svo er albanía þarna og tyrkland þeir eru líka apar..." Það var afar skemmtileg tilviljun að ég var einmitt búinn að borða og við stóðum upp um þetta leyti og borguðum reikninginn.
Eiginkonan sat þarna og fylgdist með þessu einsog um athyglisverðar umræður væri að ræða og kinkaði kolli einstaka sinnum svona til samþykkis og skaut inn einu og einu jái við og við. Og jáin voru öll á frekar dramatísku innsogi.

Monday, August 29, 2005

 Ég er enn að velta mér uppúr þessu kristinfræðirugli síðan um daginn.
Pæliði í því að 10 ára börn læra náttúruvísindi (þróunarkenningin osfrv.) og kristinfræði ("sköpunarsagan" eða 7 daga kjaftæðið einsog eg kalla það) á sama tíma. Ragnheiður hafði farið í náttúruvísindi og lært um Darwin og þær pælingar allar og svo klukkutíma síðar var hún í kristinfræði að læra um það hvernig guð hefði skapað einn mann og svo eina konu og þannig var nú það!

Ég spurði hana hvorri útgáfunni hún trúði betur og hún var svo ringluð að hún gat ekki verið viss.


KOMM FOKKING ON!!! Hvað er í gangi?

Ég veit að við lærðum þetta líka þegar við vorum yngri en hvernig væri að halda sig á skynsemisnótunum og hætta að rugla svona í börnum.

Sunday, August 28, 2005

Dóttir hennar Sigrúnar(Ragnheiður 10 ára) var að byrja í skólanum og hún er byrjuð í kristinfræði. hmmhmm...Hún var að læra heima og bað mig um að hjálpa sér með eina spurningu sem kemur hér: á hvaða hátt eru spurningar trúarbragðanna frábrugðnar spurningum Náttúruvísindanna?

Hvernig mynduð þið lesendur góðir svara þessari spurningu?

Svo skal ég segja ykkur það sem ég sagði...

Friday, August 26, 2005

http://www.neave.com/games/simon/

Þetta er besti tölvuleikur í heimi.

ég átti svona græju þegar ég var lítill og hún var mitt rítalín.

Thursday, August 25, 2005

Ég sá Rob og hann var ágætur. Já myndin var sennilega það besta sem ég hef séð sem hann kemur nálægt. Ég hló soldið stundum.

Ég var líka svo yfirgengilega tilbúinn til að hata myndina þannig að...sú gamla lumma.

Ágætis bullibull mynd.

Wednesday, August 24, 2005

Ég er að fara að sjá european gigolo á eftir. Ég þoli ekki Rob Schneider en mér finnst Roy Scheider ágætur.

Frænka mín er að vinna á útvarpsstöð sem fékk miða á frumssýninguna sem hann verður viðstaddur og langaði til að bjóða frænda mínum sem er mikill bíókall og finnst Robsterinn fyndinn. Ég var beðinn um að fara með þar sem hann getur ekki farið einn og þannig er nú það. Ég skal reyna að ná mynd af mér og Rob saman. Villi Goði bregður á leik með Rob Schneider! Sjáið myndirnar! og skartið!!! og klinkið!

Ég hitti Hannes á laugarveginum um daginn og hann var hress og ég líka.

p.s. þetta verður coverið á rafdjazzfusion plötunni okkar.


Tuesday, August 23, 2005

Hér fyrsta mynd bloggsins og er hún af dóttur minni þar sem hún er nýbúin að borða gulrótagums og crepes með súkkulaðisósu.




Sunday, August 21, 2005

http://hugi.is/hahradi/bigboxes.php?box_id=51208&f_id=1375

Friday, August 19, 2005

Það er sandstormur núna. Við húkum inní helli meðan það versta gengur yfir. Ég dunda mér við að þrífa riffilinn minn og fara yfir vistir til að finna mér eitthvað að gera. Strákarnir í deildinni eru orðnir ansi órólegir hérna og vilja fara að komast eitthvað annað. Rahjid leiðsögumaðurinn okkar talar um að illir andar búi í þessum hellum og verði órólegir ef fólk dvelji of lengi hér.
...verð að hætta núna það er einhver að kalla úr hellismunanum ég sé bjarma af kyndli í fjarska. Það mótar fyrir mannveru af bjarmanum mér sýnist það vera...annað öskur og nú fyrir aftan okkur...nú VERÐ ég að hætta það virðist eitthvað vera að gerast. Strákarnir sem voru allir að miða rifflum sínum á veruna í hellsimunanum eru núna að skima í allar áttir ráðvilltir yfir seinna öskrinu Rahjid stendur grafkyrr og horfir inní myrkan hellinn. Mér sýnist hann vera að segja eitthvað hann virðist vera að endurtaka sömu setninguna aftur og aftur...eitthvað á Hindí einhversskonar bæn kannski. Hvað var þetta!?! Þungt suð eða drunur eru nú að berast úr myrkrinu þaðan sem Rahjid er að horfa. Veran í hellismunanum er hvergi sjáanleg. Strákarnir eru sumir grátandi af hræðslu. Byssuskot!.....guð minn góður...Faðir vor þa,mdljvnjkljeh

Thursday, August 18, 2005

Maður er að taka nettan Hannes á bloggið.

Ég var í úglödum og er að fara aftur til úglada. Enn eitt útlanda montbloggið.

Ég var stoppaður af löggunni í Burgundy héraði í Franklandi. Þeir voru vel við skál og hlógu einsog fífl og einn þeirra leit út alveg eins og inspector scholae clouseaeux.

Ég drakk hvítvín og fékk brjóstsviða af því og þar sem ég gleymdi brjóstsviðapillunum mínum á Íslandi þá þurfti ég að drekka meira en kvöldið áður til að bæla hann níður. Mér tókst þetta.

Það er gott að drekka vín og borða góðan mat. Það er gaman að vera drukkinn í góðra vina hóp. Einsog það er nú hörmulegt að vera edrú í hvaða fulla hóp sem er.

Lag dagsins er öll stuðmannalögin sem Valli frændi samdi með stuðmönnum. Hann er jú aðalstuðmaðurinn Ásgeir og Þórður númer tvö og Tommi númer þrjú, Egill fjögur og Jakob rekur lestina. Eyþór kemst ekki inn á lista.

Monday, August 01, 2005

Muniði eftir myndbandinu með (hljómsveitinni sem ég man ekki hvað heita) þar sem þeir tóku supremes lagið: "stop in the name of love" og það var kjarnorkuógnarmyndband. Þá var verið að skora á ofurveldin(reagan og Gorbachev(en það nafn þýðir í beinni þýðingu: Herðakistill))....smá útúrdúr...

...að hætta þessari kjarnorkuvitleysu í nafni dúndursins í hinn almenna klobba.

Hvaða band var þetta?

This page is powered by Blogger. Isn't yours?