<$BlogRSDUrl$>

Tuesday, January 31, 2006

Ég held að CIA standi fyrir: Counter Intelligence Agency

http://www.becomethemedia.com/wordpress/index.php?paged=2

Monday, January 30, 2006

Samskiptatregða og múgæsingur. Múslimar eru búnir að skíta á sig sem aldrei fyrr. Ég er umburðarlyndur maður hvað varðar ólíka siði jarðarbúa og trúarbrögð en þessi forheimska hefur ekkert með neina skynsemi að gera. Einhver smekklaus danskur "sigmund" teiknar taktlausa skrípómynd í dagblað og mörgum mánuðum síðar er það komið útí að menn eru að brenna danska fánann og sniðganga vörur og æsa upp hatur í garð heillar þjóðar sem er byggt á fávitalegum grunni sem enginn skynsöm manneskja getur tekið alvarlega. Sorrý þarna er bara ekki hægt æsa upp milljónir manna í hugsanlega mjög hættulegt ástand útaf svona máli. Djöfull fer svona helvítis kjaftæði í taugarnar á mér!!!

Wednesday, January 25, 2006

Ef þið eruð í enhverjum vafa um að kjósa Sigrúnu í (2. sæti)OPNA prófkjörinu sem verður 11.-12. feb. þá skuluð þið ekki hafa frekari áhyggjur því á föstudaginn 27. janúar. (komandi föstudag) verður svaka partý á efri hæðinni á Sólon milli 20 og 23ish.

Þar verður mikið um dýrðir. Skemmtiatriði á heimsmælikvarða! Blöðrur og margt margt fleira!

Einnig koma fram Freyr Eyjólfs og Dóri Gylfa með vönduð gamanmál. Hljómsveitin Buff leikur fyrir gesti og dansi.

Vínið mun flæða ofan í hvers manns maga og heimasíða Sigrúnar verður opinberuð.

Komdu með sjálfa(n) þig, vini, vandamenn, fjandmenn, ættingja og klefafélaga.

Það verður stuð stuð stuð osfrv...

Sigrún Elsa og maki hennar Vilhjálmur Goði verða á svæðinu!

Sjáið fötin og skartið! Sjáið kjólana! Það verður jafnvel brugðið á leik fyrir ljósmyndara!

Sunday, January 22, 2006

Allir að skoða

http://www.visir.is/apps/pbcs.dll/article?AID=/20060119/FRETTIR01/60119015/1091

allir saman nú...kjósum þessa frú!

og síðan verður svaka partý!

Saturday, January 21, 2006

Gaman er að sjá þegar RUV passar að íslenska sé í hávegum höfð á öldum ljós og hljóðmiðla. Evróvision er magnað dæmi um hálfþýtt orð sem er samt látið við einsog sé nýja "þyrla" orðið. Í útvarpi og sjónvarpi nú í kvöld voru leikari og söngvari að kynna "Evróvision" forkeppnina sem er dæmi sem ég sá tvö lög í og líkaði ekki vel og ákvað að fara að gera eitthvað annað. Þessir ofurskýrmæltu kynnar vönduðu sig mjög við að tala ofurskýrt og vönduðu allan málflutning og pössuðu að segja alltaf "Evrósvision" í stað "júróvisjón" sem væri dauðasynd að gera í sjónvarpi allra landsmanna. Reyndar kom eitt ansi athyglisvert útúr Garðari Cortes(annar kynnana) og honum var sjáfum pínu brugðið þegar setningin hafði flogið af vörum hans. Það var verið að tala um Valgeir Skagfjörð og texta sem hann samdi og það að hann hefði nú verið áður viðriðinn þessa lagakeppni. Garðar las af textaskjá: "Valgeir Skagfjörð...hefur marga evróvisionfjöruna sopið" um leið og hann hafðii lesið þetta var einsog hann hefði verið sleginn utan undir. Hann varð allur skrýtinn og ringlaður. Enda er þetta mjög spes setning. Allavega þá er Evróvision hálfþýtt orðskrípi sem fer alveg óstjórnlega í taugar mínar og ég vil fá opinbera skýringu á því frá RUV hvers vegna það var ákveðið að þetta væri orðið sem nota ætti yfir þessa lagakeppni.

Monday, January 16, 2006

Heilagur andi svífur yfir okkur í dag hallelúja.

http://www.ifilm.com/ifilmdetail/2682797

frábær síða með fullt af fyndnum myndum.

Friday, January 13, 2006

Þetta er búin að vera ljóta vikan. DV fremur morð og Mikka "Ref" Torfa finnst "...leiðinlegt" að maðurinn skuli hafa svipt sig lífi. En neitar alfarið að taka nokkra ábyrgð. Svo er föstudagurinn 13. en hann hófst á því að banaslys varð í umferðinni kl. 9 í morgun. Ég var að keyra sæbrautina áðan og sá tvo kranabíla vera að hífa strætisvagn uppúr vegkantinum og tók mynd af því með símanum mínum og hafði ekki hugmynd um hvað gerst hafði. Strætóinn var í rúst að framan og þegar ég las hvað gerst hafði leið mér illa yfir myndatökunni. Ég kom einmitt að slysstað um daginn þar sem einn löggubíll var þegar mættur og farinn að gera sitt. Nema hvað að þarna stóð einnig ljósmyndari sem hafði lagt bílnum sínum ólöglega upp á lítilli umferðareyju og var að hangsa þarna í kring og hann var að horfa í kringum sig á hina bílana einsog til að athuga hvort fólk væri ekki örugglega að horfa á hann og verandi "in awe" yfir því hvað hann er spennandi týpa og vinnur töff vinnu. Hrægammar dauðans já DAUÐANS!
p.s. ég ætla ekki að birta myndina sem ég tók af strætónum heldur eyða henni núna. Ég tek ekki þátt í þessu helvíti. Fólk er alveg nógu vandræðalegt þegar það er búið að blæða yfir mælaborðið á bílnum sínum svo að það þurfi ekki að koma ljósmyndarar og klína því á forsíður dagblaða.

p.s.s. ég mæli með því að skipulögð verði blysför að DV
p.s.s.s. ekki gleyma heykvíslunum

Friday, January 06, 2006

Íslensk landkynning.

Íslenskar konur: Fallegar, lauslátar og blindfullar. Þetta er það sem útlendingar eru að leita að þegar þeir koma hingað. Þetta var mýta en er nú staðreynd. Tarantino er búinn að benda heiminum á þetta hjá Conan O' Brien og þannig er nú það. Við vitum þetta auðvitað og höfum notið góðs og slæms af þessum lauslætisdrósum í gegnum tíðina en nú er leyndarmálið úti. Komiði útlendingar til Íslands á heitt drósahlaðborð og fáið ykkur skonsur með klamídýfu. Kæri útlendingur nú getur þú upplifað ástandið. Já ástandið þar sem örvæntingafullar og blindfullar glæsilegar skvísur gera allt til þess að þú bjargir þeim af klakanum og takir þær með til BNA. Austur evrópa hvað!
Útflutningsráð ætti að styrkja þessar útferðir og reyna að virkja þennan straum ferðamanna á einhvern hátt. Við gætum búið til svona drusluland. Sem yrði svona lítill skemmtigarður þar sem útlendingar gætu athafnað sig í druslulegu umhverfi án þess að eiga á hættu að verða angraðir af heimamönnum. Þetta gæti verið einsog var í kvikmyndinni westworld þar sem skemmtigarðinum var skipt í nokkra heima. Við gætum verið með "víkingaheiminn" þar sem hægt væri að svalla og "nauðga" af víkingasið. Svo "seinna stríðsheimur" þar sem þú ert partur af setuliðinu og ert að gefa stelpunum nælonsokka og sígarettur í skiptum fyrir do do do! Já íslenskt drusl er auðlind sem hægt er að virkja á alveg nýjan hátt.

Thursday, January 05, 2006

Matur er ágætur og jafnvel gjarnan bara rétt ætur...fiskur er málið í dag. Heitasti rétturinn í svölustu borg evrópu er fiskur. Já ég mæli með ýsu í raspi og smjörsteiktu broccoli on the fucking side. Djöfull er fiskur góður matur maður mmmm....

lag dagsins er: rauða fjöðrin

Monday, January 02, 2006

Bregðum byssum á loft rauða litum grund...

Gleðilegt ár elsku núðlusnúðasuðusúkkulöðin mín.

Almennt raus er tveggja orðið tveggja ára og hefur aldrei verið sterkara. Rausið kemur sterkt inn árið 2006.

Tvöþúsund og sexí já þetta verður sexí ár. Þeir sem ekki eru sexí í dag þeir munu verða það á árinu. Je je je eru ekki allir sexí? og svarið er: JÚ! ALLIR!!! spáið í heimi þar sem allir eru sexí...spes.

Já meira að segja Davíð Oddson og Hannes Hólmsteinn verða sexí og byrja jafnvel saman.

Vulvuspá VG segir að 2006 verði ár ástar og óhóflegs kynlífs. Það er eitthvað í loftinu sem mun gera þetta ár að einu mesta svall ári síðan hipparnir komu og voru og fóru og hétu. Ég er t.d. búinn að vera spólgraður allt þetta ár.
Jæja það sem mun bera hæst á árinu verður að sjálfsögðu tillinn á mér og svo kannski eitthvað stríðsástand hingað og þangað um hnöttinn. Áramótin voru flott og gaman að sjá hvað íslendingar voru duglegir að sprengja fyrir íslandsvinina sem hingað komu. Ég held að QT(ekki quicktime heldur QuiTarantino) hafi flogið yfir og metið ástandið á miðnætti og farið heim til þess sem sprengdi mest og boðið honum/henni aðalhlutverkið í næstu mynd sinni. Sem ber heitið: Fire Vikings! eða viking dogs eða firework dog vikings eða working for pulp vikings with fire in their true romantic eyes...dogs? Eða kannski Bill the viking? eða viking kill?eða...............iudfhgudegoyuerbogf

okokokok...það sem gerist á árinu verður í meginatriðum þetta: George Bush deyr hægum og kvalafullum dauðdaga. nei ok í alvöru. Það er of gott til að vera satt. Hitler mun rísa úr öskunni og fara í eldinn...nei ok ok ok ....ummm


...fyrstu lottótölur ársin verða: 12, 23, 9, 7, 18, bónustalan verður 16.

gleðilegt ár!

This page is powered by Blogger. Isn't yours?