<$BlogRSDUrl$>

Thursday, June 15, 2006


Wednesday, June 14, 2006

GADDEMMIT HVAÐ ÞETTA ER SÚRT!

http://www2.b3ta.com/hawking/

Monday, June 05, 2006

Var að koma heim frá Stokkhólmi. Fór í tívolí í risastærsta fallturn á jörðinni. Svaka gaman! Annars var ágætis matur þarna stundum. Slysuðumst reyndar inná mesta Euro trash diskó á jörðinni líka (fyrir utan Þýskaland) en þar ætluðum við að fá okkur síðbúinn kvöldverð nema hvað að þarna á café opera í Stokkhólmi var stemningin þannig að það voru brjáluð diskó ljós yfir borðum og hvítur JBL hátalari sem hallaði niður á okkur sem sátum og vorum að reyna að öskra á hvort annað með litlum árangri og útúr þessum hvíta djöfli helltust gullmolar á borð við hið sívinsæla lag: Doctor Beat og svo var eitt sem ég hafði ekki heyrt áður en fékk tækifæri til að heyra þarna og það held ég að heiti: Children of the sky og það var með techno takti og eftir að aðalröddin hafði klárað viðlagstextann þá kom kröftugur flautukafli sem hefði minnt mig á flautið í bridge over the river kwai ef það hefði verið eitthvað líkt því...allaveganna. Svo þegar mér var svo litið á sænska 30+ gaurinn sem stóð við barinn í þverröndótta litskrúðuga hlýrabolnum og með hvíta klútinn bundin um ennið vera að sötra perucider og með snus í efri og neðri vör....þá hugsaði ég: hvort verður Ísland svona euro trash legt eða US trash legt? Hvort munum við velja sem menningu til að líkja eftir?

Eigum við eftir að tileinka okkur ósiði beggja jafnt kannski?

Þetta hugsaði ég og komst að þeirri niðurstöðu að ég vildi flytja til Færeyja og gerast fjárbóndi.

P.s. Svíar eru miklir merkjasnobbarar en merkin sem þeir elska eru aðallega Lacoste peysur sem þeir binda yfir axlirnar á sér og svo einhver rándýr sólgleraugu.

Ef hafið einhverjar spurningar um sænska menningu þá ekki vera feiminnnn við að spyurja ég veit allt um þetta dæmi.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?