<$BlogRSDUrl$>

Thursday, February 22, 2007

Jæja það hlaut að koma að því. Mín fyrstu íþróttameiðsli! Ég var í júdó og sneri ökklann minn alveg svakalega og það var svo vont að ég hefði þurft fimm fósturstellingar fyrir sjálfsvorkunnina sem ég gekk í gegnum.

Það er merkilegt hvernig fólk horfir á mann þegar maður kemur haltrandi. Fólk horfir en lítur undan þegar maður gefur því gaum. Mæður skýla börnum sínum gegn óvættinum. Maður verður instantlí skrýtinn og öðruvísi. Fólk óttast öðruvísi og sérstaklega vilja menn ekki láta minna sig á ógæfu á neinn hátt og verður maður því alveg upp úr þurru skrýtni kallin sem fólk brosir ferköntuðu brosi til þegar það sér mann eiga í erfiðleikum með halda í við snúningshurðina í hagkaup í smáralind.

Þetta var reyndar alveg magnað kvöld þegar ég heltist. En það var einmitt á föstudaginn síðasta. Ég fór inn í þróttaraheimilið og á móti mér þar tók bálreiður maður í fínum fötum með hvíta hanska og sagði mér(einsog hann væri að segja mér það í hundraðasta skiptið) að hér væri einkasamkvæmi og að ég mætti ekki nota þennan inngang.

Ég fíla ekki þegar einver talar við einsog ég sé vandræðaunglingur og sagði honum að taka það rólega og ekki æsa sig. Ég fór út fussandi og sveiandi (a la VGFB) og fór inn hinn innganginn.
Ef að þetta væri bíómynd þá væri þetta svona fyrsta vísbendingin um að eitthvað illt væri í vændum. Jæja svo fer ég inn í búningsklefa þar sem allt er morandi í háværum pre-unglingum og einn þeirra prumpar mjög og allur helvítis búningsklefinn lyktar einsog fólk hafi verið í koddaslag með skítableyjum í allan dag. (Vísbending#2)

Ég dríf mig niður aðeins of seinn og á erfiðleikum með að binda á mig beltið og er allur eitthvað off-beat eftir þessa furðulegu innkomu í þróttaraheimilið. Ég hita aðeins upp og svo æfum við kastaæfingar. Ég kasta andstæðing mínum og hann "flýgur" á sinn stað og allt í fína með það. Nú á hann að kasta mér... ég ákveð í loftinu að reyna að snúa mér aðeins til að spara tíma svo ég þurfi ekki að liggja og þurfa að standa upp heldur reyni ég að lenda á löppunum standandi eftir kastið. Þessi snilldarákvörðun verður til þess að ég lendi á stóru tá vinstri fótisins og það snýst svona rosalega upp á ökklann á kallinum(3.persónu tal er kúl) ég emjaði ösrtuttu og karlmannlegu emji en inní mér grét ég einsog lítið barn. Ég staulaðist af æfingu og reyndi að fara í sturtu það var hræðilega erfitt að afklæðast og þegar ég kom loks í sturtuna þá kom bara ískalt vatn en svo allt í einu sjóðandi heitt.
Ég haltraði að stillitækinu sem er í horninu á klefanum og það er í tveggja og hálfs metra hæð svo að litlu strákarnir séu ekki að fikta í því.
En það sem þeir gera bara er að þeir lyfta hver öðrum til að ná og svo stilla þeir á mesta hitann og flissa eflaust mikið. Ég gerði aumkunarverðar tilraunir til að ná í þetta og rak bringuna í leiðinni í sjóðandi heitt rör og ekki var það nú gaman. Ég hefði verið hjákátlegur ef ég hefði dottið á gólfið og legið þarna allsber grenjandi í fósturstellingunni. ahaha en krúttilegt. .. Jæja þessi litli hrekkur unglinganna hitti alveg í mark og ég játa mig sigraðan gegn flippuðu ungviðinu.

Ég næ í handklæðið mitt, þurrka mér og klæði mig snöktandi. Svo er ég að sjálfsögðu á beinskiptum bíl sem er með sína kúplingu sem þarf að stíga fast og ákveðið á. Ég held að ég hafi sjaldan upplifað jafn mikinn sársauka jafn oft á sama kvöldinu. ......Ég komst heim við ansi hreint illan leik og grét mig í svefn með einu íbúfen pilluna í maganum sem var til heima. buhuhuhuhuhuhuhuhuhuhuhuhuhuuuu!!!!

p.s. sendið peninga.

Monday, February 05, 2007

Ætli það sé markaður fyrir búð sem selur fisk og drapperingar?

Hún gæti heitið: Sardínur og gluggatjöld.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?