<$BlogRSDUrl$>

Thursday, November 29, 2007

Jæja sæl aptur.

Þegar maður er upptjúnaður í próflestri í marga daga og svo kemur allt í einu dagur þar sem er langt í næsta próf og maður getur andað aðeins rólegar í smástund þá getur maður það ekki svo auðveldlega.

Próflestrartjúnið er svo magnað að maður þarf marga daga til að róa sig niður aftur og koma heilanum aftur í sleep mode sem er svona almennt viðurkennt ástand á heila hins almenna borgara.

Ég t.d. greip póstinn af gólfinu áðan og fór að lesa nóatúns bæklinginn af áfergju einsog ég væri að fara í próf í KJÖ 102 á eftir. Þar sá ég stafsetningarvillu og trompaðist yfir því!!!

"Það stendur Entrecode! code!! einsog í Decode!!! er ekki í lagi með þetta lið! code það á að vera með T-i ekki D-i"!!!

síðan andaði ég djúpt, fékk mér kókapuss og hugsaði mig aðeins um og ákvað að þetta væri ekki heimsendir.

Entrecote Schmentrekót lífið heldur áfram.



Ég þarf að finna mér önnur áhugamál.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?